Keppt var í badminton unglinga á Reykjavíkurleikunum 4.-5.febrúar. Flestir af bestu unglingaspilurum landsins tóku þátt auk hóps af sterkum leikmönnum frá Færeyjum. Tæplega 30 BH-ingar tóku þátt í mótinu, spiluðu marga skemmtilega og jafna leiki og stóðu sig vel. Níu verðlaun komu með heim í Hafnarfjörðinn frá leikunum:
U13
Erik Valur Kjartansson, 2.sæti í tvíliðaleik
Matthildur Thea Helgadóttir, 2.sæti í tvíliðaleik
U15
Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik
Elín Helga Einarsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í aukaflokki
U17
Stefán Logi Friðriksson, 2.sæti í einliðaleik
U19
Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik
Stefán Steinar Guðlaugsson, 1.sæti í tvíliðaleik
Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir hér á Facebook síðu TBR.

Comentarios