top of page
Search

Níu verðlaun á Óskarsmótinu

Um helgina tóku 16 BH-ingar þátt í Óskarsmóti KR í Frostaskjólinu. Okkar fólk stóð sig vel að venju og komu níu verðlaun með heim í Hafnarfjörð að þessu sinni.


Verðlaunahafar BH:


- Erla Björg Hafsteinsdóttir, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í m.fl.

- Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvenndar og 2.sæti í einliða í B.fl.

- Erla Rós Heiðarsdóttir, 1.sæti í tvíliða í A.fl.

- Sebastían Vignisson, 1.sæti í tvíliða í B.fl.

- Irena Ásdís Óskarsdóttir, 1.sæti í tvenndar í B.fl. og 2.sæti í tvíliða í A.fl.

- Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 2.sæti í tvíliða í A.fl.


Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.Comments


bottom of page