Meistaramót Íslands, Íslandsmót fullorðinna í badminton, hefst á miðvikudaginn 26.apríl í Strandgötu og stendur fram á laugardag. Æfingar falla niður að hluta miðvikudag og allan fimmtudag og föstudag vegna mótsins. Iðkendur sem ekki eru að keppa eru hvattir til að mæta, horfa á besta badmintonfólk landsins etja kappi og hvetja BH-ingana til dáða. Einnig er hægt að bjóða sig fram sem teljara og/eða taka þátt í veitingasölu á mótinu í fjáröflunarskini.
Dagskrá mótsins
Miðvikudagur 26.apríl kl. 17.30-22:00 - Fyrstu umferðir í öllum deildum
Fimmtudagur 27.apríl
kl. 17:00-22:00 - Fyrstu umferðir í öllum deildum
Föstudagur 28.apríl
kl. 16:00-21:30 - Spilað fram í úrslit í öllum deildum
Laugardagur 29.apríl
kl.9:00-11:30 - Úrslitaleikir í 1. og 2.deild
kl.12:30 - Verðlaunaafhending fyrir Deildakeppni BSÍ 2022-2023
kl.13:00 - Úrslitaleikir í Úrvalsdeild
kl.17:30 - Áætluð mótslok
Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Bein útsending verður á Youtube fyrir þau sem ekki komast á staðinn.
Æfingar falla niður
Á miðvikudaginn 26.apríl falla allar æfingar niður eftir kl.16:30. U9 hópurinn fær æfingu kl.15-16 þennan dag og keppnishópur 1 kl.15:30-16:30, annað fellur niður. Fimmtudag 27.apríl og föstudag 28.apríl falla allar æfingar niður. Hvetjum öll til að nýta sér æfingar og opna tíma á sunnudag 30.apríl, þá verða keppnismottur enn á gólfinu og gaman að spila og æfa sig.
Teljarar
Iðkendur 12 ára og eldri sem hafa keppt og þekkja mjög vel reglurnar geta skráð sig sem teljara á mótinu. Teljarar fá bíómiða fyrir hvetja vakt auk þess sem boðið verður uppá samloku, gos og aðra hressingu milli leikja. Eftirfarandi vaktir eru í boði og fer skráning á þær fram í Sportabler eða í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is.
Miðvikudag kl.17:15-21:45
Fimmtudag kl.16:45-21:45
Föstudag kl.15:45-21:45
6-7 komast á hverja vakt og gildir fyrstir koma, fyrstir fá.
Veitingasölufjáröflun
Fjáröflunarnefnd er að undirbúa veitingasölu og sölu á vörum frá RSL á meðan mótið fer fram. Iðkendur sem eru að safna sér fyrir keppnisferðum á næstunni eru hvattir til að skrá sig á vaktir og/eða útbúa veitingar til að selja. Skráning fer fram í Sportabler eða í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is í síðasta lagi þriðjudaginn 25.apríl.
Lokahóf BSÍ á laugardagskvöld
Laugardagskvöldið 29.apríl heldur BSÍ glæsilegt lokahóf á Bryggjunni Brugghús fyrir 18 ára og eldri. Allt badmintonáhugafólk er hvatt til að mæta. Skráning fer fram með því að leggja 5.900 kr inná reikning BSÍ: 513-26-4644, kt. 430169-4919 í síðasta lagi 26.apríl.
Comments