top of page
Search

Mót og æfingar falla niður

Samkomubann hefur verið sett á hérlendis vegna kórónuveirunnar í fjórar vikur frá miðnætti 15.mars. Um er að ræða samkomur þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Þetta þýðir að frestun verður á eftirfarandi viðburðum á vegum BSÍ : Íslandsmót unglinga, Meistaramót Íslands og Lokahóf BSÍ. Einnig er búið að fella niður Reykjavíkurmót fullorðinna sem átti að fara fram nú um helgina. Stjórn BSÍ mun taka ákvörðun í samráði við forsvarsmenn félaganna á næstunni hvenær stefnt verði að því að þessir viðburðir muni fara fram.


Auk þess hefur verið sett takmörkun á skóla og frístundastarf og falla æfingar hjá íþróttafélögum þar undir. Um er að ræða kröfu um tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga, að iðkendur séu aldrei fleiri en 20 í sama rými og að iðkendahópar blandist ekki við komu og brottför. Íþróttahreyfingin og sveitarfélög funda nú stíft um þessi mál og vinna að útfærsluleiðum. Vegna þessa munu allar æfingar í Íþróttahúsinu við Strandgötu falla niður sunnudaginn 15.mars og mánudaginn 16.mars. Á mánudaginn vitum við vonandi meira um hvernig hægt verður að útfæra þetta hjá okkur og sendum þá nánari upplýsingar.


Hvetjum alla til að vera duglegir að hreyfa sig þó æfingar falli niður. Það er sem betur fer gott veður þessa dagana og því tilvalið að fara út að skokka eða ganga, renna sér á sleða o.fl.
Comments


bottom of page