top of page
Search

Ljúflingamót TBR - fyrir yngstu kynslóðina

Sunnudaginn 2.desember verður frábært mót í TBR húsinu fyrir yngstu kynslóðina, Ljúflingamót TBR.

Mótið hefst klukkan 10:00 og fá allir að spila 3-5 leiki. Keppni og verðlaunaafhendingu verður lokið í seinasta lagi kl. 14:00 og fá allir verðlaun fyrir þátttöku.

Keppt er í einliðaleik og spilað með plastboltum í eftirfarandi flokkum: U-11 ára fædd 2008 og 2009 U-9 ára fædd 2010 og síðar.

Mótsgjald er 200 kr pr. mann.

Hentar vel fyrir alla sem hafa gaman af að keppa, bæði byrjendur og lengra komna.

Foreldrar sem vilja skrá börn sín þurfa að senda nafn og kennitölu þeirra á bhbadminton@hotmail.com. Skráningu lýkur þriðjudaginn 27.nóvember klukkan 20:00.

Comentarios


bottom of page