top of page
Search

Lið BH í 2.sæti í öllum deildum

Deildakeppni BSÍ 2022-2023 lauk um helgina. BH var með sex lið í keppninni flest allra félaga. Keppt var í þremur deildum, úrvalsdeild, 1.deild og 2.deild og urðu lið BH í 2.sæti í öllum deildum. Heildarúrslit keppninnar má finna á tournamentsoftware.com.


BH-A liðið varð í 2.sæti í Úrvalsdeildinni. Í liðinu voru Brynjar Már Ellertsson, Davíð Phuong Xuan Nguyen, Erla Björg Hafsteinsdóttir, Gabríel Ingi Helgason, Gerda Voitechovskaja, Róbert Ingi Huldarsson, Sigurður Eðvarð Ólafsson, Sólrún Anna Ingvarsdóttir og Una Hrund Örvar.

BH-A liðið í Úrvalsdeild - Á myndina vantar Sigurð og Davíð

BH-B liðið varð í 3.sæti í Úrvalsdeildinni. Í liðinu voru Guðmundur Adam Gígja, Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, Hólmsteinn Þór Valdimarsson, Natalía Ósk Óðinsdóttir, Steinþór Emil Svavarsson, Rakel Rut Kristjánsdóttir og Þórður Skúlason.

BH-B liðið í Úrvalsdeild. Á myndina vantar Höllu Stellu.

BH-ÍA-TBS liðið varð í 2.sæti í 1.deild. Í liðinu voru Askur Máni Stefánsson, Halla María Gústafsdóttir, Helgi Grétar Gunnarsson, Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir (TBS), Jón Sverrir Árnason, Katla Sól Arnarsdóttir, Lilja Berglind Harðardóttir, Máni Berg Ellertsson (ÍA), Sebastían Vignisson og Stefán Steinar Guðlaugsson.


BH-ÍA-TBS liðið í 1.deild. Á myndina vantar Hrafnhildi og Sebastían.

BH liðið varð í 3.sæti í 1.deildinni. Í liðinu voru: Anna Lilja Sigurðardóttir, Anna María Þorleifsdóttir, Baldur Gunnarsson, Borgar Ævar Axelsson, Emil Hechmann, Eyrún Björg Guðjónsdóttir, Harpa Hilmisdóttir, Kjartan Ágúst Valsson, Kristian Óskar Sveinbjörnsson, Kristinn Ingi Guðjónsson, Kristján Arnór Kristjánsson, Ólafur Örn Guðmundsson, Sigríður Guðmundsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir.


Hluti af BH liðinu sem spilaði í 1.deild.

BH ungir urðu í 2.sæti í 2.deild. Í liðinu voru: Adam Elí Ómarsson, Elín Helga Einarsdóttir, Freyr Víkingur Einarsson, Jón Víðir Heiðarsson, Kristján Ásgeir Svavarsson, Lena Rut Gígja, Stefán Logi Friðriksson og Þorleifur Fúsi Guðmundsson.


BH-ungir í 2.deild

BH gamlir urðu í 4.sæti í 2.deild. Í liðinu voru: Andri Ásgeir Aðólfsson, Elín Ósk Traustadóttir, Erla Rós Heiðarsdóttir, Garðar Hrafn Benediktsson, Halldór Axel Axelsson, Helgi Valur Pálsson, Hrafn Örlygsson, Kári Þórðarson, Katrín Stefánsdóttir, Óskar Ingólfsson og Rafn Magnús Jónsson.


BH gamlir í 2.deild. Á myndina vantar Rafn.

Dómararnir Sólveig Ósk Jónsdóttir og Snjólaug Birgisdóttir sáu um að dæma alla úrvalsdeildarleiki BH. Yngri iðkendur BH voru duglegir að aðstoða við talningu í öðrum deildum.


BH lagði mikið í góða umgjörð á öllum heimaleikjum. Settar voru upp keppnismottur fyrir alla leiki í úrvalsdeild og síðustu umferðina í öðrum deildum. Þegar lokaleikirnir fóru fram var blásið til hátíðar í Strandgötu og var popp, candyfloss og fleira góðgæti til sölu. Fín mæting var á leikina og góður stuðningur í stúkunni.


Takk fyrir þátttökuna og góða baráttu kæru leikmenn og þjálfarar og takk fyrir hjálpina öll sem lögðu hönd á plóg við að gera góða umgjörð í vetur. Hlökkum til næsta vetrar.


Comments


bottom of page