top of page
Search

Landsbankamót ÍA á Akranesi um helgina

Um helgina taka 33 BH-ingar þátt í Landsbankamóti ÍA á Akranesi. Keppt verður í U11-U17 flokkunum á mótinu og munu U11 og U13 spila á laugardag en U15 og U17 á sunnudag. Keppni hefst kl.9:00 báða dagana.


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna hér á tournamentsoftware.com. Ýtt er á nöfn leikmanna til að sjá fyrstu leiki en athugið að tímasetningar eru alltaf til viðmiðunar, leikir gætu verið kallaðir eitthvað fyrr inn og eru birtir með fyrirvara um breytingar. Þá eru alltaf einhverjar líkur á að þurfi að gera breytingar vegna forfalla og því gott að kíkja aftur á leikina sína kvöldið fyrir keppnisdag.


Í U11 er spilað í riðlum í einliðaleik en hreinn útsláttur í tvíliða- og tvenndarleik. Í U13-U17 er hreinn útsláttur í öllum greinum en þau sem tapa fyrsta einliðaleik fara í aukaflokk og því fá allir amk. 2 leiki þar.


Athugið að vegna ofnæmis er Íþróttahúsið við Vesturgötu hnetu- og fiskfrítt svæði. Varningur sem inniheldur hnetur og fisk eru til dæmis hnetusmjör, harðfiskur, Collab, corny, honey nut cheerios og margar próteinstangir.


Veitingasala verður á staðnum.


Mótsgjöld eru 2.000 kr fyrir einliðaleik og 1.800 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik í U13-U19. Í U11 er gjaldið 1.500 kr í hverja grein. Leggja skal mótsgjöldin inná reikning BH eigi síðar en á mánudag eftir mótið eða semja um annað við Önnu Lilju: 0545-26-5010, kt. 501001-3090


Mikilvægt að láta Önnu Lilju (s. 8686361) eða Kjartan (s. 8235332) vita strax ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.


Gott að muna:

  • Fara snemma að sofa kvöldið fyrir keppni

  • Taka með sér vatnsbrúsa, hollt nesti, spaða og skó

  • Mæta tímanlega (amk. 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma)

  • Vera með peysu og buxur til að fara í á milli leikja yfir stuttbuxur og bol. Endilega mæta í BH merktum fötum sem eiga.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun um helgina.

Badmintonmót í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi
Badmintonmót í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi

Comments


bottom of page