top of page
Search

Kjörísmót Hamars

Laugardaginn 2.nóvember taka 15 BH-ingar þátt í Kjörísmóti Hamars í Hveragerði. Mótið fer fram í Hamarshöllinni (Koddanum) á Vorsabæjarvöllum.


Keppni í U9-U11 flokkunum verður milli klukkan 9 og 11 en aðrir flokkar hefja keppni klukkan 11 og eru mótslok áætluð um klukkan 17. Nánari dagskrá má finna hér á tournmentsoftware.com.


Þjálfarar BH á mótinu verða Siggi (s.6187703) og Elín (s.6613876). Mikilvægt er að láta þau vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll.


Við mælum með að fólk mæti 20-30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma í hús til að hita upp og átta sig aðeins á aðstæðum. Þá er einnig mælt með að vera með íþróttabuxur og peysu til að fara í á milli leikja ásamt vatnsbrúsa.


Mótsgjöld eru 1800 krónur fyrir einliðaleik og 1500 krónur fyrir tvíliðaleik. Leggja þarf mótsgjöldin inná reikning BH eigi síðar en á mánudag: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun!


Frá keppni í Hamarshöllinni í HveragerðiComentários


bottom of page