top of page
Search

Keppt í badminton á Reykjavik International Games næstu tvær helgar

Alþjóðlega íþróttahátíðin Reykjavik International Games fer fram 27.janúar til 5.febrúar. Keppt verður í badminton bæði fyrri og seinni helgina í TBR húsunum. Hvetjum þau sem ekki eru að keppa til að koma og horfa á skemmtilega keppni.


Fyrri helgina er verður keppt í fullorðinsflokkum og mun allt besta badmintonfólk landsins taka þátt ásamt fjölmörgum erlendum keppendum. Fullorðinsmótið heitir RSL Iceland International. Hátt í 300 leikmenn eru skráðir til keppni, þar af 30 Íslendingar. 12 BH-ingar komust inn í mótið. Keppni hefst strax á fimmtudag 26.janúar og lýkur með úrslitaleikjum á sunnudag 29.janúar. Hér má finna niðurröðun og tímasetningar.


Seinni helgina verður keppt í A flokkum unglinga U13-U19 laugardaginn 4.febrúar og sunnudaginn 5.febrúar. Unglingamótið heitir Unglingameistaramót TBR og mun stór hópur leikmanna frá Færeyjum taka þátt. Skráning BH-inga fer fram hér og lýkur laugardaginn 28.janúar. Hvetjum alla keppnisvana iðkendur til að skrá sig.




Kommentare


bottom of page