Sumarskóli Badminton Europe, æfingabúðir og mót fyrir U15 leikmenn, fór fram í Portúgal þetta árið, 10.-17.júlí. Landsliðsþjálfari valdi tvo leikmenn til að taka þátt í þessu árlega verkefni BH-inginn Kötlu Sól Arnarsdóttur og Eggert Þór Eggertsson frá TBR. Einnig var haldið þjálfaranámskeið á sama tíma þar sem Gerda, TBS/BH og Advait, ÍA voru á meðal þátttakenda. Í heildina tóku 54 leikmenn og 23 þjálfarar frá 29 Evrópulöndum þátt. Íslenski hópurinn var mjög ánægður með ferðina sem var erfið en lærdómsrík.
top of page
bottom of page
Comments