top of page
Search

Kínverjar sigursælir á TBR opið

Um helgina fór fram badmintonmótið TBR opið í Laugardalnum. Á mótinu var keppt í úrvalsdeild fullorðinna og U19 flokki. Átta feiknasterkir kínverskir leikmenn tóku þátt í mótinu og sigruðu í öllum flokkum og greinum nema tvenndarleik í úrvalsdeild þar sem þeir voru í 2.sæti.


55 leikmenn voru skráðir til keppni þar af 18 frá BH. Okkar fólk stóð sig vel gegn sterkum andstæðingum og fékk mikið af leikjum því keppt var í riðlum í öllum greinum. Þrír BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu. Una Hrund Örvar var í 2.sæti í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild en hún spilaði með Sigríði Árnadóttur úr TBR. Þá urðu þær Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir og Katla Sól Arnarsdóttir í 2.sæti í tvíliðaleik kvenna í U19 flokknum.


Nánari úrslit mótsins má finna hér og myndir á Facebook síðu TBR.


Á föstudagskvöldið spilaði TBR liðakeppni við kínverska liðið þar sem BH-ingurinn Una Hrund Örvar spilaði sem lánsmaður í liði TBR. Hún spilaði í liðakeppninni tvenndarleik með Kristófer Darra Finnssyni sem var æsispennandi og tapaðist naumlega 23-25 í oddi. Nánari fregnir og myndir frá liðakeppninni má finna á Facebook síðu TBR.


Skemmtilegt fyrir keppnisfólkið okkar að fá nýja andstæðinga og það alla leið frá Kína. Þökkum TBR fyrir frábært framtak.


Verðlaunahafar í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild. Lin Xin og Lv Xuexhou frá Kína í 1.sæti og Sigríður Árnadóttir, TBR, og Una Hrund Örvar, BH, í öðru sæti.
Verðlaunahafar í tvíliðaleik kvenna í úrvalsdeild. Lin Xin og Lv Xuexhou frá Kína í 1.sæti og Sigríður Árnadóttir, TBR, og Una Hrund Örvar, BH, í öðru sæti.

Comments


bottom of page