top of page
Search

Jöfn og spennandi keppni á Bikarmóti BH 2022

Bikarmót BH fyrir börn og unglinga í U11-U19 flokkunum fór fram í Strandgötu um helgina. Met skráning var í mótið, 153 keppendur. Keppt var í 32 aldurs- og geturöðuðum riðlum. Sigurvegari í hverjum riðli fékk bikar en allir þátttakendur fengu þátttökuverðlaun sem var flottur RSL brúsi.


Keppnin var einstaklega jöfn og skemmtileg. Í 27% af leikjum helgarinnar þurfti að spila oddalotu til að knýja fram úrslit og í mjög fáum leikjum fengu leikmenn sem töpuðu færri en 10 stig í báðum lotum (8%). Það var einmitt markmið mótsins að reyna að hafa sem flesta leiki jafna.


Nokkuð var um forföll vegna veikinda, meiðsla og annarra óútskýrðra ástæðna. Sem betur fer komu flest forföll með ágætis fyrirvara og var þá hægt að færa til milli riðla til að tryggja þátttakendum amk 3 leiki. Alls voru 153 keppendur skráðir, 19 sem mættu ekki og tóku því í heild 134 þátt.


Bikarmeistaratitlarnir dreifðust nokkuð vel á milli félaga og fengu 6 af 8 félögum sem tóku þátt bikar með sér heim.


Bikarmeistarar í U11 snáðar voru:

  • U11A - Erik Valur Kjartansson, BH

  • U11B - Hilmar Karl Kristjánsson, BH

  • U11C - Birnir Breki Kolbeinsson, BH

  • U11D - Vilhjálmur Haukur Leifs Roe, Hamar

  • U11E - Árni Geir Ármannsson, Hamar

  • U11F - Stefán Karl Stefánsson, TBR

  • U11G - Hilmir Snær Bentsson, Aftureldingu

Bikarmeistarar í U11 snótir voru:

  • U11A - Júlía Marín Helgadóttir, Tindastól

  • U11B - Sigrún Hekla Kjartansdóttir, TBR

  • U11C - Þórdís Edda Pálmadóttir, TBR

  • U11D - Kristín Eldey Steingrímsdóttir, BH

Bikarmeistarar í U13 hnokkar voru:

  • U13A - Óðinn Magnússon, TBR

  • U13B - Dagur Örn Antonsson, BH

  • U13C - Halldór Ingi Kristjánsson, Aftureldingu

  • U13D - Gísli Fannar Dagsson, BH

  • U13E - Grímur Freyr Björnsson, Aftureldingu

Bikarmeistarar í U13 tátur voru:

  • U13A - Iðunn Jakobsdóttir, TBR

  • U13B - Aylin Pardo Jaramillo, TBR

  • U13C - Jóhanna Lilja Jones, TBR

Bikarmeistarar í U15 sveinar voru:

  • U15A - Stefán Logi Friðriksson, BH

  • U15B - Björn Ágúst Ólafsson, BH

  • U15C - Rúnar Gauti Kristjánsson, BH

  • U15D - Ástþór Gauti Þorvaldsson, Aftureldingu

  • U15E - Faraz Khan, TBR

Bikarmeistarar í U15-U19 stúlkur voru:

  • U15-U19A - Hrafnhildur Edda Ingvarsdóttir, TBS

  • U15-U19B - Lena Rut Gígja, BH

  • U15-U19C - Hildur Björgvinsdóttir, TBR

  • U15-U19D - Maja Romanczuk, TBR

Bikarmeistarar í U17 drengir voru:

  • U17A - Daníel Máni Einarsson, TBR

  • U17B - Stefán Geir Hermannsson, TBR

Bikarmeistarar í U19 piltar og stúlkur voru:

  • U19A - Gabríel Ingi Helgason, BH

  • U19B - Rakel Rut Kristjánsdóttir, BH

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af öllum keppendum hér á Facebook síðu BH.


Strandgatan var sett í sparifötin í tilefni mótsins
Strandgatan var sett í sparifötin í tilefni mótsins

Hópur iðkenda, þjálfara og foreldra lögðu á sig mikla vinnu við að gera umgjörð mótsins sem glæsilegasta. Keppnismottur BH voru lagðar á gólfið og veitingasala með mikið af girnilegum heimabökuðum veitingum var opin alla helgina. Takk kærlega fyrir ykkar frábæra framlag.


Snillingarnir sem sáu um að ganga frá að keppni lokinni.

Comments


bottom of page