Senn líður að jólum og jólafríi hjá okkur í Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Síðasti æfingadagurinn fyrir jól er fimmtudagurinn 20.desember og fyrsti æfingadagur á nýju ári er miðvikudagurinn 2.janúar. Milli jóla og nýárs verður Íþróttahátíð Hafnarfjarðar í Strandgötu þar sem Íslandsmeistarar fá viðurkenningu.
Dagskráin síðustu daga fyrir jól er eftirfarandi:
16.desember - sunnudagur - Hefðbundnar æfingar - Munið fjölskyldutímann kl.13-15
17.desember - mánudagur - Jólamót BH trimmara kl.20-22 - Hefðbundnar æfingar hjá öðrum
18.desember - þriðjudagur - Jólasprell hjá U9 kl.17-18 - mæta með jólasveinahúfu - Hefðbundnar æfingar hjá öðrum
19.desember - miðvikudagur - Hefðbundnar æfingar
20.desember - fimmtudagur - U15-U19 jólasprell kl.16-17 - U11-U13 jólasprell kl.17-18 - Hefðbundnar æfingar hjá öðrum
21.desember - föstudagur - Jólafrí til 2.janúar
Jólasprell
Á jólasprellæfingum barna og unglinga á þriðjudag og fimmtudag verður extra mikið af leikjum og fjöri enda síðustu æfingar þessara aldurshópa fyrir jól. Biðjum alla að mæta með jólasveinahúfur eða aðrar rauðar húfur og auðvitað góða skapið. Þau sem eru í keppnishópum mæta með sínum aldursflokki á þessar æfingar.
Jólamót trimmara
Mánudaginn 17.desember kl.20-22 höldum við Jólamót fyrir BH trimmara sem eru í almenningstímum hjá okkur. Spilaður verður tvíliðaleikur og er skráning á staðnum. Mæting eigi siðar en kl.20.
Íþróttahátíð Hafnarfjarðar
Fimmtudaginn 27.desember klukkan 18:00 verður Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar í Strandgötunni. Þá fá allir Íslandsmeistarar viðurkenningu frá Hafnarfjarðarbæ og Íþróttafólk bæjarins útnefnt. Eftirfarandi BH-ingar unnu Íslandsmeistaratitla árið 2018 og eiga að mæta í BH peysum eða bolum og taka á móti viðurkenningu:
Erla Björg Hafsteinsdóttir, m.fl. tvenndarleikur
Halla María Gústafsdóttir, A.fl. einliðaleikur og U17 tvíliðaleikur
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, U11 þrefaldur Íslandsmeistari
Katla Sól Arnarsdóttir, U11 tvíliðaleikur
Steinþór Emil Svavarsson, U15 einliðaleikur
Sara Bergdís Albertsdóttir, U15B einliðaleikur
Þorleifur Fúsi Guðmundsson, U15B einliðaleikur
Katrín Vala Einarsdóttir, U17 þrefaldur Íslandsmeistari
Sebastían Vignisson, U19B einliðaleikur
Gleðileg jól kæru iðkendur og fjölskyldur!
Comentarios