top of page
Search

Halla og Sigurður Íslandsmeistarar

Meistaramót Íslands í badminton fór fram í TBR húsunum um helgina. Keppendur BH voru 36 talsins og stóðu sig að venju vel. BH átti leikmenn í undanúrslitum í öllum greinu í öllum deildum á mótinu sem er einstakur árangur. Tveir Íslandsmeistaratitlar komu með heim í Fjörðinn og 11 silfurverðlaun.


Engir titlar unnust í úrvalsdeild að þessu sinni en tveir BH-ingar komust þó í úrslit í efstu deild í fyrsta sinn, Una Hrund Örvar og Sólrún Anna Ingvarsdóttir. Þær Una og Sólrún voru glæsilegir fulltrúar BH í úrslitunum og létu Íslandsmeistarana Sigríði og Örnu hafa vel fyrir sigrinum.


Tveir BH-ingar urðu Íslandsmeistarar í 1.deild um helgina. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir varð Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna í 1.deild ásamt Lilju Bu úr TBR. Sigurður Eðvarð Ólafsson varð Íslandsmeistari í einliðaleik karla í 1.deild. Til silfurverðlauna í 1.deild unnu Natalía Ósk Óðinsdóttir í einliðaleik kvenna, Stefán Steinar Guðlaugsson í einliðaleik karla og Rakel Rut Kristjánsdóttir og Guðmundur Adam Gígja í tvenndarleik.


Í annari deild fengu BH-ingar fimm silfurverðlaun. Jón Sverrir Árnason fékk silfur í tvíliðaleik karla og tvenndarleik, Stefán Steinar Guðlaugsson einnig í tvíliðaleik karla og þær Elín Ósk Traustadóttir og Halla María Gústafsdóttir í tvíliðaleik kvenna.


Nánari úrslit frá mótinu má finna á tournamentsoftware.com og myndir á Facebook síðu BH.


Frá vinstri: Sigurður Eðvarð, Stefán Steinar, Halla Stella og Lilja Bu.
Sigurður Eðvarð, Stefán Steinar, Halla Stella og Lilja Bu með verðlaunin sín á Meistaramóti Íslands 2022.



Comments


bottom of page