top of page
Search

Gleðilegt nýtt ár - Æfingar hefjast 2.janúar

Updated: Dec 31, 2023

Gleðilegt nýtt ár kæru BH-ingar og aðrir vinir og velunnarar og takk fyrir samveruna 2023.


Æfingar Badmintonfélags Hafnarfjarðar hefjast á nýju ári þriðjudaginn 2.janúar 2024.


Boðið er uppá æfingar fyrir alla aldurshópa í bæði badminton og borðtennis. Æfingatafla er örlítið breytt í báðum greinum frá því á haustönn. Sjá badminton hér og borðtennis hér.


Fullt er í flesta hópa í badminton en hægt að skrá á biðlista sem tekið verður inn af eins og mögulegt er í byrjun janúar. Skráning fer fram í Sportabler.


Þau sem æfðu á haustönn 2023 og vilja skrá sig á vorönn 2024 fá örugglega pláss en þurfa að láta vita hvort þau æfa áfram eigi síðar en 2.janúar.


Aðstoð við skráningu og aðrar upplýsingar eru veittar í gegnum netfangið bh@bhbadminton.is og í síma 8686361 (Anna Lilja).




コメント


bottom of page