Undankeppni Evrópumóts karlalandsliða fór fram dagana 7.-9.desember síðastliðinn. Íslenska liðið var með Sviss, Svíþjóð og Englandi í riðli sem var spilaður í Milton Keynes höfuðstöðvum enska landsliðsins. BH átti tvo fulltrúa í íslenska liðinu, Gabríel Inga Helgason sem spilaði einliðaleik og Kjartan Ágúst Valsson sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í badminton. Íslenska liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu en átti þó góða leiki inn á milli. Nánar upplýsingar um mótið má finna á vef Badmintonsambands Íslands, badminton.is.
top of page
bottom of page
Comments