Undankeppni Evrópumóts karlalandsliða fór fram dagana 7.-9.desember síðastliðinn. Íslenska liðið var með Sviss, Svíþjóð og Englandi í riðli sem var spilaður í Milton Keynes höfuðstöðvum enska landsliðsins. BH átti tvo fulltrúa í íslenska liðinu, Gabríel Inga Helgason sem spilaði einliðaleik og Kjartan Ágúst Valsson sem er aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands í badminton. Íslenska liðið tapaði öllum leikjum sínum á mótinu en átti þó góða leiki inn á milli. Nánar upplýsingar um mótið má finna á vef Badmintonsambands Íslands, badminton.is.
![Íslenska karlalandsliðið í badminton. Frá vinstri: Kjartan Ágúst, aðstoðar landsliðsþjálfari, Gústav, Kristófer, Davíð Bjarni, Gabríel Ingi, Daníel, Kenneth Larsen, landsliðsþjálfari.](https://static.wixstatic.com/media/463c6d_f82c06a530db446eabbe95f61e811100~mv2.jpg/v1/fill/w_980,h_659,al_c,q_85,usm_0.66_1.00_0.01,enc_auto/463c6d_f82c06a530db446eabbe95f61e811100~mv2.jpg)
Comentários