top of page
Search

Gabríel keppir á EM í Serbíu

Updated: Aug 21, 2022

Evrópumót U19 fer fram þessa dagana í Belgrad í Serbíu. Einn Íslendingur var valinn af landsliðsþjálfara til að taka þátt í mótinu, BH-ingurinn Gabríel Ingi Helgason. Sigurður Eðvarð Ólafsson þjálfari var sendur með honum til aðstoðar.


Gabríel keppir í einliðaleik og mætir í fyrstu umferð Ziga Podgorsek frá Slóveníu. Leikurinn verður klukkan 13:30 að íslenskum tíma mánudaginn 22.ágúst. Niðurröðun og úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com og hægt verður að horfa á alla leiki í beinni útsendingu á badmintoneurope.tv.


Óskum Gabríel góðs gengis á mótinu.


Gabríel Ingi Helgason
Gabríel Ingi Helgason


Comments


bottom of page