Helgina 6.-7.febrúar fór Unglingameistaramót TBR sem er hluti af Reykjavik International Games fram í TBR húsunum. 39 BH-ingar tóku þátt í mótinu og stóðu sig vel. Nokkuð margir voru að stíga sín fyrstu skref í keppni og fór hún vel af stað hjá þeim. Ellefu BH-ingar unnu til verðlauna á mótinu. Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, Katla Sól Arnarsdóttir og Lena Rut Gígja náðu þeim góða árangri að sigra tvöfalt í sínum flokkum.
Verðlaunahafar BH á mótinu voru:
Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik í U13A
Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U13A
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í einliða og tvíliðaleik í U15A
Lena Rut Gígja, 1.sæti í einliðaleik í U15B og tvenndarleik í U15A
Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvenndarleik í U15A
Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í tvenndarleik í U17A
Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í tvíliðaleik í U17A
Jón Sverrir Árnason, 1.sæti í tvíliðaleik í U17A
Guðbjörg Skarphéðinsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U17-U19B
Gabríel Ingi Helgason, 2.sæti í tvíliðaleik í U19A
Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U19A
Nánari úrslit mótsins má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir frá verðlaunaafhendingu og keppni má finna á Facebooksíðu TBR.
Til hamingju með góðan árangur BH-ingar.

Comentários