top of page
Search

Góður árangur á Akranesi

Um helgina fór Landsbankamót ÍA fram á Akranesi. Um 150 keppendur frá 9 félögum tóku þátt í mótinu, þar af 33 frá BH. Okkar fólk stóð sig vel og gaman að sjá hvað margir hafa bætt sig í mikið í vetur. Spilaðir voru fjölmargir spennandi leikir og komu 20 verðlaun með heim í Hafnarfjörðinn eftir helgina. Katla Sól Arnarsdóttir náði þeim frábæra árangri að sigra tvöfalt í U15 flokknum.


Verðlaunahafar BH á mótinu voru 16 talsins og eru eftirfarandi:

 • Hilmar Karl Kristjánsson, 2. sæti í einliðaleik í U11A

 • Lúðvík Kemp, 1.sæti í einliðaleik í U13A aukaflokkur og 2.sæti í tvíliðaleik

 • Helgi Sigurgeirsson, 2.sæti í einliðaleik í U13A aukaflokkur

 • Dagur Örn Antonsson, 2.sæti í tvenndarleik í U13

 • Matthildur Thea Helgadóttir, 2.sæti í tvenndarleik í U13

 • Hákon Kemp, 2.sæti í tvíliðaleik í U13

 • Laufey Lára Haraldsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í U13B

 • María Sif Jónsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U13B

 • Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U15A

 • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í tvenndarleik og 2.sæti í einliðaleik í U15A

 • Birkir Darri Nökkvason, 1.sæti í tvíliðaleik í U15

 • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í U15

 • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í U15

 • Björn Ágúst Ólafsson, 1.sæti í einliðaleik í U15A aukaflokkur

 • Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í einliðaleik í U15A aukaflokkur

 • Adam Elí Ómarsson, 2.sæti í einliðaleik í U17A aukaflokkur

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Svipmyndir af BH-ingum á mótinu má finna hér á Facebook.


Takk fyrir þátttökuna og til hamingju með góðan árangur.


Lena Rut Gígja og Katla Sól Arnarsdóttir í einliðaleik á Akranesi um helgina
Lena Rut Gígja og Katla Sól Arnarsdóttir í einliðaleik á Akranesi um helgina
Comments


bottom of page