Um helgina fór Meistaramót Aftureldingar fram í Mosfellsbænum. Keppt var í úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. BH-ingar stóðu sig vel á mótinu, spiluðu marga góða leiki og unnu til 22 verðlauna.
Verðlaunahafar BH voru eftirfarandi:
Una Hrund Örvar, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í úrvalsdeild
Róbert Ingi Huldarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild
Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild
Natalía Ósk Óðinsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í 1.deild og 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild
Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í einliða- og tvíliðaleik í 1.deild
Adam Elí Ómarsson, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik í 1.deild
Hólmsteinn Valdimarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 1.deild
Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 1.deild
Helgi Valur Pálsson, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik í 2.deild
Hrafn Örlygsson, 1.sæti í tvíliðaleik í 2.deild
Jón Víðir Heiðarsson, 1.sæti í tvenndarleik í 2.deild
Erla Rós Heiðarsdóttir, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í 2.deild
Birkir Darri Nökkvason, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í 2.deild
Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild
Elín Helga Einarsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í 2.deild
Til hamingju verðlaunahafar! Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af verðlaunahöfum hér á Facebook.

Comments