top of page
Search

Flottur árangur á Skaganum

Meistaramót ÍA fór fram á Akranesi um helgina. Keppt var í Úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Þátttakendur voru 57 talsins þar af 22 frá BH. Flottur árangur náðist hjá okkar fólki sem kom með 20 verðlaun með heim í Hafnarfjörðinn.


Verðlaunahafar BH á mótinu voru eftirfarandi:


  • Róbert Ingi Huldarsson, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í einliðaleik í úrvalsdeild

  • Davíð Phuong, 1.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Una Hrund Örvar, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild og 1.sæti í einliðaleik í 1.deild

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 2.sæti í einliðaleik og 1.sæti í tvenndarleik í 1.deild

  • Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í 1.deild

  • Jón Sverrir Árnason, 2.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

  • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í 1.deild

  • Adam Elí Ómarsson, 1.sæti í tvíliðaleik í 2.deild og tvenndarleik í 1.deild

  • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í tvíliða og 2.sæti í einliða í 2.deild og í tvenndar í 1.deild

  • Erla Rós Heiðarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Katrín Stefánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af verðlaunahöfum BH hér á Facebook.


Þrír hressir BH-ingar á Skagnum um helgina, Birkir Darri, Adam Elí og Stefán Logi.
Þrír hressir BH-ingar á Skagnum um helgina, Birkir Darri, Adam Elí og Stefán Logi.


Comments


bottom of page