top of page
Search

Flottur árangur á fyrsta unglingamótinu

Þrjátíu BH-ingar tóku þátt í Reykjavíkurmóti unglinga í TBR húsinu laugardaginn 23.september. Þetta var fyrsta unglingamót vetrarins og gaman að sjá hvað hópurinn okkar fer vel af stað. Okkar fólk vann til 12 verðlauna á mótinu og voru verðlaunahafar eftirfarandi:

Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í einliðaleik í U15 Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í einliðaleik í U15 Steinþór Emil Svavarsson, 2.sæti í einliðaleik í U17 Halla María Gústafsdóttir,1.sæti í einliða- og tvíliðaleik í U19 Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í tvíliðal. í U13 og 2.sæti í tvenndarl. í U15 Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U13 Karen Guðmundsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U17 Sara Bergdís Albertsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U17 Una Hrund Örvar, 1.sæti í tvíliðal og 2.sæti í tvenndarl í U19

Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.

Comments


bottom of page