top of page
Search

Flottur árangur á Óskarsmótinu

Óskarsmót KR fór fram í Frostaskjólinu um helgina. Keppt var í úrvals, 1. og 2.deild fullorðinna. Til þátttöku voru skráðir 79 leikmenn, þar af 24 frá BH. Okkar fólk náði flottum árangri á mótinu en í 10 af 14 úrslitaleikjum átti BH fulltrúa. 8 gullverðlaun og 8 silfurverðlaun komu með heim í Hafnarfjörðinn.


Verðlaunahafar BH á mótinu voru:

 • Róbert Ingi Huldarsson, 1.sæti í einliðaleik í úrvalsdeild

 • Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í úrvalsdeild

 • Una Hrund Örvar, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

 • Adam Elí Ómarsson, 1.sæti í tvenndarleik í 1.deild

 • Stefán Logi Friðriksson, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í 1.deild

 • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

 • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

 • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í 1.deild og einliðaleik í 2.deild

 • Jón Víðir Heiðarsson, 1.sæti í einliðaleik í 2.deild

 • Kári Þórðarson, 1.sæti í tvíliðaleik og 2.sæti í tvenndarleik í 2.deild

 • Hrafn Örlygsson, 1.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

 • Katrín Stefánsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í 2.deild

Nánari úrslit frá mótinu má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir af verðlaunahöfum á Facebook síðu BH.


Verðlaunahafar í tvenndarleik í 1.deild á Óskarsmóti KR 2023. Frá vinstri, Adam Elí BH, Hrafnhildur Edda TBS, Lena Rut BH og Stefán Logi BH.
Verðlaunahafar í tvenndarleik í 1.deild. Frá vinstri, Adam Elí BH, Hrafnhildur Edda TBS, Lena Rut BH og Stefán Logi BH.


Comments


bottom of page