top of page
Search

Flottur árangur á Íslandsmóti unglinga

Íslandsmót unglinga í badminton 2022 fór fram í TBR húsunum helgina 25.-27.mars. Keppendur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar stóðu sig vel á mótinu og unnu marga góða sigra, bæði persónulega og verðlaunalega. 24 verðlaun fóru með heim í Hafnarfjörðinn. Erik Valur Kjartansson náði þeim frábæra árangri að sigra þrefallt í U11 flokknum á mótinu. 46 BH-ingar voru skráðir til keppni en því miður duttu margir út vegna veikinda.


Verðlaunahafar BH á mótinu voru:

  • Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliðaleik í U11A og tvíliða- og tvenndarleik í U11

  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í U11B og tvíliðaleik í U11

  • Hilmar Karl Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U11

  • Birnir Hólm Bjarnason, 2.sæti í tvíliðaleik í U11

  • Laufey Lára Haraldsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í U13B

  • María Sif Jónsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U13B

  • Gísli Fannar Dagsson, 2.sæti í einliðaleik í U13B

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U15 og 2.sæti í einliðaleik í U15A

  • Stefán Logi Friðriksson, 2.sæti í einliðaleik í U15A og tvenndarleik í U15

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í U15

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U17 og tvenndarleik í U15

  • Gabríel Ingi Helgason, 2.sæti í einliðaleik í U19A og tvíliðaleik í U19

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U19A og tvíliðaleik í U19

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U19

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U19

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Myndir af öllum BH-ingum sem tóku þátt má finna hér á Facebook síðu BH.


Takk fyrir helgina kæru iðkendur og aðstandendur. Takk fyrir flott og vel skipulagt mót BSÍ og TBR.



Comments


bottom of page