top of page
Search

Flottur árangur á Íslandsmóti unglinga

Íslandsmót unglinga í badminton 2022 fór fram í TBR húsunum helgina 25.-27.mars. Keppendur frá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar stóðu sig vel á mótinu og unnu marga góða sigra, bæði persónulega og verðlaunalega. 24 verðlaun fóru með heim í Hafnarfjörðinn. Erik Valur Kjartansson náði þeim frábæra árangri að sigra þrefallt í U11 flokknum á mótinu. 46 BH-ingar voru skráðir til keppni en því miður duttu margir út vegna veikinda.


Verðlaunahafar BH á mótinu voru:

  • Erik Valur Kjartansson, 1.sæti í einliðaleik í U11A og tvíliða- og tvenndarleik í U11

  • Lilja Guðrún Kristjánsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í U11B og tvíliðaleik í U11

  • Hilmar Karl Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U11

  • Birnir Hólm Bjarnason, 2.sæti í tvíliðaleik í U11

  • Laufey Lára Haraldsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í U13B

  • María Sif Jónsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U13B

  • Gísli Fannar Dagsson, 2.sæti í einliðaleik í U13B

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U15 og 2.sæti í einliðaleik í U15A

  • Stefán Logi Friðriksson, 2.sæti í einliðaleik í U15A og tvenndarleik í U15

  • Rúnar Gauti Kristjánsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U15

  • Lena Rut Gígja, 2.sæti í tvenndarleik í U15

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í U17 og tvenndarleik í U15

  • Gabríel Ingi Helgason, 2.sæti í einliðaleik í U19A og tvíliðaleik í U19

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í einliðaleik í U19A og tvíliðaleik í U19

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í U19

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 2.sæti í tvíliðaleik í U19

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.


Myndir af öllum BH-ingum sem tóku þátt má finna hér á Facebook síðu BH.


Takk fyrir helgina kæru iðkendur og aðstandendur. Takk fyrir flott og vel skipulagt mót BSÍ og TBR.



Comments


riotinto.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page