top of page
Search

Flottir BH-ingar á SET móti KR

Helgina 15.-16.október fór SET mót unglinga fram á vegum Badmintondeildar KR í Frostaskjólinu. Keppt var í einliðaleik í U9-U19 B flokkum unglinga. 32 BH-ingar voru skráðir til keppni og stóðu sig vel.


Í U9 og U11 flokkunum spiluðu allir þrjár lotur og fengu þátttökuverðlaun í mótslok. Ekki var spilað til úrslita í þessum flokkum.


Í U13-U19 var spilað í riðlum og fóru sigurvegarar riðlanna áfram í útsláttarkeppni þar sem fjórar BH stelpur unnu til verðlauna:

  • Snædís Sól Ingimundardóttir, 1.sæti í U17 telpur

  • Þórdís María Róbertsdóttir, 2.sæti í U17 telpur

  • Matthildur Thea Helgadóttir, 1.sæti í U13 tátur

  • Lilja Jones, 2.sæti í U13 tátur

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir af BH-ingunum sem tóku þátt má finna hér á Facebooksíðu BH.


Þórdís og Snædís, sigurvegarar í U17 flokki telpna.
Þórdís og Snædís, sigurvegarar í U17 flokki telpna.

Comments


bottom of page