top of page
Search

Fimm BH lið í Deildakeppni BSÍ

Eitt skemmtilegasta mót ársins að margra mati, Deildakeppni BSÍ, fór fram í TBR húsunum um síðustu helgi. BH átti leikmenn í fimm liðum þetta árið sem börðust af hörku um Íslandsmeistaratitla í liðakeppni fullorðinna.

Í meistaradeild voru BH-ingarnir Erla Björg Hafsteinsdóttir, Róbert Ingi Huldarsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson í liði með TBR Öllurum og lentu þau í 3.sæti.

Í A-deild voru tvö BH lið, BH mafían og BH Morgans. BH mafían var í 2.sæti í A-deildinni og BH Morgans í 5.sæti.

Í B-deildinni voru BH naglar í 3.sæti og BH power rangers í 4.sæti.

Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.

Comments


bottom of page