top of page
Search

Erla, Róbert og Sól tilnefnd íþróttafólk ársins í Hafnarfirði

Íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2020 verður rafræn í ár þar sem íþróttakarl og íþróttakona Hafnarfjarðar hljóta viðurkenningar auk þess að lið ársins verður valið. Hátíðin verður haldin í beinu streymi á miðlum bæjarins þriðjudaginn 29. desember kl. 18:00.


BH á þrjá fulltrúa sem tilnefndir hafa verið sem íþróttafólk ársins í Hafnarfirði. Badmintonkonan Erla Björg Hafsteinsdóttir og borðtenniskonan Sól Kristínardóttir Mixa eru tilnefndar sem íþróttakonur Hafnarfjarðar og badmintonmaðurinn Róbert Ingi Huldarsson er tilnefndur sem íþróttakarl Hafnarfjarðar.


Badmintonkonan Erla Björg Hafsteinsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar er ein allra besta tvíliða- og tvenndarleikskona landsins. Á árinu 2020 var hún í 2.sæti á Meistaramóti Íslands bæði í tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik. Á styrkleikalista BSÍ er hún í 1.sæti í tvenndarleik og 2.-3.sæti í tvíliðaleik kvenna. Erla Björg var valin í kvennalandslið Íslands sem keppti á Evrópukeppni kvennalandsliða í Frakklandi í febrúar ásamt Sólrúnu Önnu Ingvarsdóttur og voru þær fyrstu BH-ingarnir til að komast í A-landslið Íslands í badminton. Erla leggur mikið á sig til að vera á meðal bestu tvíliða og tvenndarleiksspilara landsins. Æfir vel og er frábær æfingafélagi og fyrirmynd.


Badmintonmaðurinn Róbert Ingi Huldarsson úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar vann til silfurverðlauna í einliðaleik karla á Meistaramóti Íslands sem fram fór í september. Aldrei áður hefur BH-ingur komist í úrslit í einliðaleik karla í meistaraflokki á Íslandsmótinu og því um sögulegan árangur að ræða. Á leið sinni í úrslitin sigraði hann meðal annars þann leikmann sem er efstur á styrkleikalista BSÍ í einliðaleik karla. Róbert Ingi er í 4.sæti á styrkleikalista BSÍ bæði í einliðaleik karla og tvenndarleik. Róbert er mikill baráttujaxl og góð fyrirmynd sem sýnir yngri leikmönnum að það er alltaf möguleiki á sigri ef maður gefst ekki upp. Hann er í A-landsliðshóp Badmintonsambandsins.


Borðtenniskonan Sól Kristínardóttir Mixa úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar gerði sér lítið fyrir og varð tvöfaldur Íslandsmeistari í meistaraflokki á árinu. Í tvíliðaleik með félaga sínum Harriet Cardew og í tvenndarleik með félaga sínum Magnúsi Gauta Úlfarssyni. Sól er aðeins 14 ára gömul og ein efnilegasta borðtenniskona landsins eins og tvíburasystir hennar Alexía en þær hafa á undanförnum árum sópað til sín verðlaunum í barna og unglingaflokkum.


Á hátíðinni í kvöld verður Íslands- og bikarmeisturum í hafnfirskum íþróttafélögum sérstaklega óskað til hamingju með titlana. Enginn á þó að mæta til að taka við viðurkenningu í ár líkt og undanfarin ár vegna samkomubanns en allir eru hvattir til að fylgjast með beinu streymi.


Hátt í 400 einstaklingar í íþróttafélögunum í Hafnarfirði náðu þeim árangri að verða Íslands- og/eða bikarmeistarar á árinu, þar af tæplega 40 BH-ingar:


Íslandsmeistarar unglinga í badminton

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, U13 einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur

  • Katla Sól Arnarsdóttir, U13 tvíliðaleikur

  • Brynjar Gauti Pálsson, U15B einliðaleikur

  • Una Hrund Örvar, U19 einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur

  • Gabríel Ingi Helgason, U19 tvenndarleikur

Íslandsmeistarar í fullorðinsflokkum í badminton:

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, Íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik í A-flokki

  • Irena Ásdís Óskarsdóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í A-flokki

  • Valgeir Magnússon, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í A-flokki

  • Orri Örn Árnason, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í A-flokki

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, Íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik í B-flokki

  • Guðmundur Adam Gígja, Íslandsmeistari í tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki

  • Jón Sverrir Árnason, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í B-flokki

  • Lilja Berglind Harðardóttir, Íslandsmeistari í tvenndarleik í B-flokki

  • Sara Bergdís Albertsdóttir, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í B-flokki

Íslandsmeistarar í liðakeppni í A-deild:

  • Anna Lilja Sigurðardóttir

  • Askur Máni Stefánsson

  • Borgar Ævar Axelsson

  • Elín Ósk Traustadóttir

  • Gabríel Ingi Helgason

  • Irena Ásdís Óskarsdóttir

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson

  • Kristján Arnór Kristjánsson

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir

  • Steinþór Emil Svavarsson

Íslandsmeistarar í liðakeppni í B-deild:

  • Emil Hechmann

  • Georg Andri Guðlaugsson

  • Guðmundur Adam Gígja

  • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir

  • Jón Sverrir Árnason

  • Lilja Berglind Harðardóttir

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir

  • Rafn Magnússon

Íslandsmeistarar í meistaraflokki í borðtennis:

  • Magnús Gauti Úlfarsson Íslandsmeistarar í tvenndarleik og tvíliðaleik

  • Birgir Ívarsson Íslandsmeistari í tvíliðaleik

  • Sól Kristínardóttir Mixa Íslandmeistari í tvenndarleik og tvíliðaleik

  • Harriet Cardew Íslandsmeistari í tvíliðaleik

Íslandsmeistarar í unglingaflokkum í borðtennis:

  • Sól Kristínardóttir Mixa Íslandsmesitari í flokkakeppni unglinga

  • Alexía Kristínardóttir Mixa Íslandsmeistari í flokkakeppni unglinga

  • Þorbergur Pálmarsson Íslandsmeistari í flokkakeppni unglinga 16-18 ára

  • Alexander Ivanov Íslandsmeistari í flokkakeppni unglinga 13 ára og yngri

  • Nikulás Dagur Jónsson Íslandsmeistari í flokkakeppni unglinga 13 ára og yngri


Íslandsmeistarar í tennis:

  • Brynjar Sanne, Íslandsmeistari í U18

Bikarmeistarar í badminton:

  • Erla Björg Hafsteinsdóttir, tvenndarleikur í meistaraflokki

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, einliða- og tvíliðaleikur í A-flokki

  • Steinþór Emil Svavarsson, tvíliðaleikur í A-flokki

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, einliða-, tvíliða- og tvenndarleikur í B-flokki

  • Guðmundur Adam Gígja, einliða- og tvíliðaleikur í B-flokki

  • Jón Sverrir Árnason, tvíliða- og tvenndarleikur í B-flokki

Til hamingju með frábæran árangur kæru BH-ingar!


Erla Björg, Róbert Ingi og Sól eru tilnefnd sem íþróttafólk ársins 2020 í Hafnarfirði
Erla Björg, Róbert Ingi og Sól eru tilnefnd sem íþróttafólk ársins 2020 í Hafnarfirði



Comments


bottom of page