top of page
Search

Breyttir æfingatímar vegna Íslandsmóts í borðtennis

Dagana 3.-5.mars fer Íslandsmótið í borðtennis fram hjá okkur í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Vegna mótsins falla allar æfingar og opinn tími niður bæði föstudag og sunnudag. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir uppbótaræfingar og viðburði sem við bjóðum uppá í staðinn. Upplýsingarnar eru einnig komnar inn í Sportabler og óskum við eftir að allir merki við sig þar svo hægt sé að skipuleggja æfingarnar vel.


U9 - 1.-3.bekkur


U9 hópurinn fær aukaæfingu mánudaginn 6.mars kl.15-16 í staðinn fyrir æfinguna sem fellur niður 5.mars. Mikilvægt að láta frístundaheimilin vita ef ætlunin er að nýta frístundabílinn á þessa æfingu.


U11 - 4.-5.bekkur


U11 hópurinn fær aukaæfingu fimmtudaginn 2.mars kl.16-17 í staðinn fyrir æfinguna sem fellur niður 3.mars.


U13 - 6.-7.bekkur


U13 hópurinn fer í heimsókn til Badmintondeildar Leiknis í Íþróttahúsið í Austurbergi í Breiðholti laugardaginn 4.mars kl.10-13. Badmintondeild Leiknis var stofnuð í haust og þar æfir hress hópur krakka á svipuðum aldri og okkar U13 hópur. Þau hafa boðið okkur í heimsókn til að spila nokkra vinaleiki og svo verður boðið uppá pizzu á eftir. Mikilvægt að skrá sig í þessa heimsókn í Sportabler.


U15-U19 - 8.bekkur og eldri


U15-U19 hópurinn fær aukaæfingu mánudaginn 6.mars kl.16-17 í staðinn fyrir æfinguna sem fellur niður 3.mars.


Keppnishópur 1


Keppnishópur 1 fær aukaæfingu þriðjudagskvöldið 7.mars kl.19-20 í staðinn fyrir æfinguna sem fellur niður föstudaginn 3.mars.



Sem betur fer er ekki mikið af mótum eftir á þessum vetri sem fella niður æfingar en eftirfarandi er það sem við vitum um og látum vita nánar af þegar nær dregur á öllum okkar miðlum:

  • 19.mars - Íslandsmót í dansi

  • 27.-28.apríl - Íslandsmót í badminton

  • 7.maí - Snillinga- og Bikarmót BH


Í BH er mjög öflug borðtennisdeild og hvetjum við áhugasama til að kíkja á Íslandsmótið í borðtennis í Strandgötu helgina 3.-5.mars.
Í BH er mjög öflug borðtennisdeild og hvetjum við áhugasama til að kíkja á Íslandsmótið í borðtennis í Strandgötu helgina 3.-5.mars.


Comments


bottom of page