Um helgina fer Deildakeppni BSÍ sem er Íslandsmót fullorðinsliða í badminton fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. BH sendir sex og hálft lið til keppni. Hvetjum þau sem ekki eru að keppa til að koma og horfa. Þetta er eina mótið á árinu sem keppt er í liðum í badminton og skapast jafnan mjög skemmtileg stemning. Keppnin hefst klukkan 18 á föstudag og stendur til klukkan 18 á sunnudag. Dagskrá má finna hér á tournamentsoftware.com.
Þar sem nær allt eldra keppnisfólkið okkar og þjálfarar eru að keppa á Íslandsmóti liða um helgina þurfum við að þétta aðeins dagskrána í Strandgötunni og verður hún eftirfarandi:
Föstudagur 6.mars
kl.17:00-19:00 - Opinn tími fyrir BH-inga og fjölskyldur þeirra
Engar æfingar hjá keppnishópum
Sunnudagur 8.mars
kl.10:00-11:00 - U9 hópurinn æfir - foreldrar mæta með og taka þátt
kl.11:00-12:00 - U11-U13 og U15-U19 æfa saman
Enginn opinn tími þennan dag

Comments