top of page
Search

Bikarmót BH

Bikarmót BH verður haldið í fyrsta sinn í íþróttahúsinu við Strandgötu helgina 20.-22.apríl 2018. Keppt verður í einliðaleik í riðlum í eftirfarandi aldursflokum:

U11 fædd 2007 og síðar      U13 fædd 2006 og 2005      U15 fædd 2004 og 2003      U17-U19 fædd 2002-1999

Mótið er opið fyrir alla unglinga óháð getustigi og verður skipt í riðla eftir getu. Notast verður við styrkleikalista BSÍ og ráðleggingar frá þjálfurum við röðun í riðla. Ekki er mælt með því að U11 krakkar sem lítið hafa keppt áður taki þátt í þessu móti, betra er fyrir þau að velja Snillingamót BH sem verður haldið laugardaginn 5.maí.

Leitast verður við að hafa 4-5 í hverjum riðli en það getur þó verið breytilegt eftir fjölda skráðra þátttakenda. Sigurvegari í hverjum riðli fær bikar í verðlaun.

Reikna má með að U13 og U15 flokkarnir spili á sunnudegi og U11 og U17-U19 á laugardegi. Ef þátttaka er mjög mikil gætu einhverjir riðlar verið spilaðir á föstudeginum en það verður tilkynnt þegar þátttaka liggur fyrir.

Mótsgjaldið er 2.000 krónur á mann.

BH-ingar sem vilja skrá sig í mótið þurfa að senda póst með nafni og kennitölu á bhbadminton@hotmail.com eigi síðar en klukkan 20 föstudaginn 13.apríl.

Vonum að sem flestir geti verið með í þessu síðasta móti vetrarins fyrir U13-U19.

Comments


bottom of page