Á afmælishátíð Badmintonfélags Hafnarfjarðar á laugardaginn skrifuðu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri, og formaður Badmintonfélags Hafnarfjarðar, Hörður Þorsteinsson, undir samning um að BH taki við rekstri Íþróttahússins við Strandgötu um áramótin. Þetta er tímamótasamningur fyrir félagið sem tryggir því betri rekstrargrundvöll og þar með betri þjónustu við iðkendur og aðstandendur þeirra.
Góð mæting var á afmælishátíðina þar sem gestir gátu horft á meistaraflokks leikmenn félagsins etja kappi í badminton og borðtennis, prófa báðar greinar og ýmsar þrautir, taka mynd af sér í myndakassa, fá BH tattú og gæða sér á afmælisköku og ávöxtum. Myndir frá hátíðinni má finna hér á Facebook síðu BH. og myndir úr myndakassanum hér.
Comments