top of page
Search

BH með sex lið í Deildakeppninni

Deildakeppni BSÍ, Íslandsmót fullorðinsliða í badminton, fór fram í TBR húsunum um helgina. BH sendi sex lið til keppni, 1 í úrvalsdeild, 3 í 1.deild og 2 í 2.deild.


Í úrvalsdeild voru aðeins skráð 2 lið, TBR og BH. Okkar fólk háði harða baráttu við lið TBR en tapaði viðureigninni 7-1. Lið BH varð því í 2.sæti.


Í 1.deild kepptu 6 lið, þar af 3 frá BH. 1.deildin var óvenju sterk í ár með mörgum fyrrverandi Íslandsmeisturum og landsliðsfólki. BH liðin náðu ekki á verðlaunapall að þessu sinni en spiluðu marga góða og erfiða leiki sem fara í reynslubankann.


Í 2.deild kepptu 8 lið, þar af 2 frá BH. Annað liðið var sameiginlegt lið BH og TBS en þær Hrafnhildur og Sigurlaug úr TBS spiluðu þar með krökkum úr keppnishóp BH. 2.deildin var einnig óvenju sterk í ár með nokkrum feikna sterkum úrvalsdeildarspilurum og gömlum meisturum sem veittu okkar fólki ansi harða keppni. BH-ingar náðu ekki að verja titilinn frá því í fyrra í 2.deild en stóðu sig engu að síður mjög vel í erfiðri keppni.


Nánari úrslit úr Deildakeppni BSÍ má finna hér á tournamentsoftware.com.


Myndir af BH liðunum má finna hér á Facebook.



Keppendur BH á Deildakeppni BSÍ 2022
Keppendur BH á Deildakeppni BSÍ 2022. Vantar nokkra sem ekki voru mættir í hús þegar myndin var tekin. Stór og glæsilegur hópur.

Comments


bottom of page