top of page
Search

BH-ingar fjölmennastir á Íslandsmóti unglinga

Íslandsmót unglinga fer fram í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi um helgina. BH-ingar eru fjölmennasta félag mótsins með 48 keppendur en heildarfjöldi keppenda er 150 frá 8 félögum.

Dagskrá

Keppni hefst á laugardag kl.9:00 í U11 flokknum. U13 hefja keppni kl.11:20 og U15 kl.12:00. Fyrstu leikir í U17 fara svo í gang kl.12:40 og U19 kl.15:20. Áætluð mótslok á laugardag eru um kl.19. Á sunnudag verða spiluð undanúrslit og úrslit frá kl.9:00-15:30 en þá verður verðlaunaafhending.

Á tournamentsoftware.com má finna niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja. Athugið að draga þurfti aftur í einhverja flokka og lagfæra tímasetningar og því er gott að kíkja aftur á sína leiki.

Spilað er í riðlum í einliðaleik og fá allir amk tvo leiki. Einn fer áfram úr hverjum riðli í útsláttarkeppni. Útsláttarkeppni verður í tvíliða- og tvenndarleik.

Hvetjum alla BH-inga til að mæta eigi síðar en 30 mínútúm fyrir áætlaðn leiktíma í hús og hita upp og gera sig klára fyrir keppni. Mælum einnig með að allir mæti í BH fötunum sínum um helgina.

Þjálfarar

Þjálfarar BH á staðnum verða Anna Lilja, Irena, Elín Ósk og Garðar. Mikilvægt er að láta Önnu Lilju vita ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll strax í síma 8686361.

Vakin er sérstök athygli á því að það er mismunandi milli aldursflokka hversu mikið þjálfarar mega aðstoða leikmenn (þetta á líka við um foreldra og leikmenn sem vilja hjálpa):

U11 og U13 Má fara inn á völlinn á milli lota. Ekki í hléi (stöðunni 11) og ekki kalla inná, á milli rallýa

U15 Má fara inn á í hléi (þegar staðan er 11) og milli lota. Ekki má kalla inná, á milli rallýa.

U17 og U19 Má fara inná í öllum hléum og kalla inná á milli rallýa.

Mótsgjöld

Mótsgjöld eru 2000 kr fyrir einliðaleik og 1500 kr á mann í tvíliða- og tvenndarleik. Vinsamlega leggið gjöldin inná reikning BH eigi síðar en á mánudaginn: Banki: 0545-26-5010 Kt. 501001-3090

Hnetu og fiskifrítt íþróttahús

Vakin er athygli á því að Íþróttahúsið við Vesturgötu er hnetu- og fiskfrítt svæði. Það er stranglega bannað að koma með hnetur og allt sem inniheldur hnetur inn í húsið, einnig er stranglega bannað að koma með harðfisk. Hnetur geta leynst í orkustykkjum, kornstöngum (s.s. corny, kellogs, ofl.), kexi, hnetusmjöri, nutella, honeynut cheerios og sælgæti.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun um helgina!

Comments


bottom of page