top of page
Search

BH fékk ÍSÍ bikarinn

Árið 2019 hefur verið einstaklega gott hjá okkur BH-ingum. Aldrei hafa fleiri titlar unnist í nafni félagsins og eins hefur aðsókn aldrei verið meiri. Menntunarstig þjálfara er hátt og boðið uppá æfingar fyrir alla aldurshópa og getustig.


Föstudaginn 27.desember á Íþrótta- og viðurkenningahátíð Hafnarfjarðar hlotnaðist félaginu sá mikli heiður að fá afhentan ÍSÍ bikarinn en hann er veittur árlega því félagi innan ÍBH sem skarar fram úr í uppbyggingu félags- og íþróttastarfs og fyrir góðan árangur.


Á hátíðinni fengu Íslands- og bikarmeistarar BH í badminton, borðtennis og tennis einnig viðurkenningar frá Hafnarfjarðarbæ ásamt því að Heimsmeistarinn okkar, Erla Björg Hafsteinsdóttir, fékk sérstaka viðurkenningu.


Íslands- og bikarmeistarar BH í badminton:

  • Erla Björg Hafsteinsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik kvenna í meistaraflokki og Bikarmeistari í tvíliðaleik í meistaraflokki.

  • Irena Ásdís Óskarsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik kvenna í A-fl. og A-deild liða

  • Anna Lilja Sigurðardóttir, 1.sæti í tvíliðaleik kvenna í A-fl. og A-deild liða

  • Gabríel Ingi Helgason, 1.sæti í einliða-, tvíliða- og tvenndarl. í B-fl., U15 og B-deild liða. Bikarmeistari í einliða- og tvíliðaleik í B-flokki

  • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvíliðal. í B-fl, U15 og B-deild liða. Bikarmeistari í tvíliðaleik í B-flokki

  • Anna Ósk Óskarsdóttir, 1.sæti í tvenndarleik í B-flokki og B-deild liða

  • Hulda Jónasdóttir 1.sæti í B-deild liða

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 1.sæti í B-deild liða og Bikarmeistari í einliðaleik í B-flokki.

  • Hilmar Ársæll Steinþórsson, 1.sæti í B-deild liða

  • Kristján Ásgeir Svavarsson, 1.sæti í B-deild liða

  • Sebastían Vignisson, 1.sæti í B-deild liða

  • Elín Ósk Traustadóttir, 1.sæti A-deild liða

  • Borgar Ævar Axelsson, 1.sæti A-deild liða

  • Geir Svanbjörnsson, 1.sæti A-deild liða

  • Kristinn Ingi Guðjónsson, 1.sæti A-deild liða

  • Steinþór Emil Svavarsson, 1.sæti A-deild liða

  • María Kristinsdóttir, Bikarmeistari í tvíliðaleik í B-flokki

  • Erla Rós Heiðarsdóttir, Bikarmeistari í tvíliðaleik í B-flokki

  • Rúnar Gauti Kristjánsson - 1.sæti í tvíliðaleik í U11

  • Erik Valur Kjartansson - 1.sæti í tvíliðaleik í U11

  • Jón Víðir Heiðarsson - 1.sæti í einliðaleik í U15B

  • Karen Guðmundsdóttir - 1.sæti í einliðaleik í U17B

  • Freyr Víkingur Einarsson - 1.sæti í einliðaleik í U17B

  • Una Hrund Örvar - 1.sæti í tvíliðaleik í U19

  • Halla María Gústafsdóttir - 1.sæti í tvíliðaleik í U19


Íslands- og bikarmeistarar BH í borðtennis:

  • Magnús Gauti Úlfarsson, Íslandsmeistari í karlaflokki, tvíliðaleik í m.fl. og í liðakeppni.

  • Birgir Ívarsson, Íslandsmeistari í tvíliðaleik í meistaraflokki og í liðakeppni.

  • Jóhannes Bjarki Urbancic Íslandsmeistari í liðakeppni karla og Bikarmeistari félaga

  • Pétur Marteinn Tómasson Urbancic, Íslandsmeistari í liðakeppni karla og Bikarmeistari

  • Alexander Ivanov Íslandsmeistari hnokka U11

  • Kristófer Júlian Björnsson Íslandsmeistari 12-13 ára Pilta, U15 Pilta í tvíliðal., tvenndarleik U15 og Flokkakeppni unglinga U15

  • Birkir Ívarsson Íslandsmeistari í tvíliðaleik Pitla U15 og flokkakeppni unglinga U15

  • Harriet Cardew Íslandsmeistari Meyja 14-15 ára og Bikarmeistari félaga

  • Sól Kristínardóttir Mixa Íslandsmeistari í tvíliðaleik stúlkna U15 og í flokkak. telpna U15

  • Alexía Kristínardóttir Mixa Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna, tvíliðaleik stúlkna U15 og tvenndarleik U15, í flokkakeppni telpna U15


Íslandsmeistari BH í tennis:

  • Brynjar Sanne Engilbertsson

  • Þengill Alfreð Árnason


Takk fyrir frábært ár kæru iðkendur, þjálfarar, dómarar, foreldrar, stjórnarfólk og aðrir vinir og velunnarar.


Hörður formaður BH og Jóhannes formaður borðtennisdeildar ásamt nokkrum iðkendum með ÍSÍ bikarinn góða.

Comments


bottom of page