top of page
Search

Badmintonvetrinum að ljúka

Þá fer þessum badmintonvetri senn að ljúka. Á föstudag 28.maí verða síðustu hefðbundnu æfingarnar hjá börnum og unglingum, á sunnudag verða foreldraæfingar og í næstu viku vormót fullorðinshópa og sumarhátíðir.


Foreldra/fjölskylduæfing


Á sunnudaginn bjóðum við iðkendum að taka foreldra, eldri systkini eða aðra eldri aðstandendur með sér á æfingu. Það verða léttar æfingar, leikir og spil þar sem einn aðstandandi getur tekið þátt með hverjum iðkanda. Ef fleiri en einn vilja mæta frá hverjum og fylgjast með er það velkomið, pössum bara að virða 2 metra regluna og þvo og spritta hendur. Frjálst spil í lokin.


Tímasetningar verða eftirfarandi:


kl. 10:00-11:00 - U9

kl. 11:00-12:00 - U11 kl. 12:00-13:00 - U13

kl. 13:00-14:00 - U15-U19


Vonum að sem flestir geti komið og átt góða badmintonstund.


Vormót fullorðinshópanna


Mánudaginn 31.maí verðum við með vormót fyrir fullorðinshópana okkar sem hafa æft á mánudags- og fimmtudagskvöldum með þjálfara í vetur. Skipt verður upp eftir getu og því hvetjum við bæði byrjendur og lengra komna til að mæta. Húsið opnar kl.19:15 og mæting eigi síðar en 19:30. Reiknum með að spilinu ljúki um kl.21. Síðasti æfingatími fullorðinshópanna verður síðan fimmtudaginn 3.júní kl.20:00-21:00.


Sumarhátíðir


Það er hefð hjá okkur að ljúka vetrinum með skemmtilegum stöðvum og pizzuveislu í Strandgötunni og verður engin undantekning í ár. Við skiptum iðkendum upp í þrjá hópa eftir aldri svo að allir fái að njóta sín.


Þriðjudagur 1.júní kl.16:00-18:00 - Fædd 2010-2014

Þriðjudagur 1.júní kl.18:00-20:00 - Fædd 2009-2005

Fimmtudagur 3.júní kl.18:00-21:00 - Fædd 2004 og eldri


Í lokin fá allir iðkendur yngri en 18 ára sumargjöf frá Badmintonsambandi Íslands sem er airbadmintonkúla en kúlan er sérstaklega hönnuð til að spila badminton úti og nýtist vonandi vel í sumar.


Sumarfrí


Að sumarhátíðunum loknum er barna og unglingastarfið svo komið í smá sumarfrí.


Sumarnámskeiðin hefjast 21.júní. Hvetjum iðkendur til að mæta á þau til að halda badmintonkunnáttunni við og halda áfram að bæta sig. Sjá nánari upplýsingar um námskeiðin hér á badmintonfelag.is.


Vetrarstarfið hefst svo aftur 30.ágúst. Við munum senda póst á alla sem voru skráðir í vetur upplýsingar um æfingatöfluna þegar hún liggur fyrir í lok ágúst.



Commentaires


bottom of page