Fimmtudaginn 6.október kl.17-20 og sunnudaginn 9.október kl.11-14 verður hægt að skoða og máta RSL vörur í Strandgötu. Fulltrúar frá RSL og Úrvalsdeildarleikmenn BH aðstoða við mátun og leiðbeina um val á spöðum og öðrum búnaði.
Þessa dagana er í gangi hóppöntun á RSL vörum og þarf að panta í síðasta lagi mánudaginn 10.október til að vera með. Pöntunareyðublað má finna í Sportabler. Vörurnar verða afhentar í lok október. Kosturinn við að taka þátt í hóppöntun er að þá er hægt að fá fatnað merktan.
Félagsbúningar Badmintonfélags Hafnarfjarðar koma frá RSL á Íslandi. Á vefnum rsl.is er hægt að skoða glæsilegt úrval þeirra af badmintonvörum. Þar fá BH-ingar alltaf 20% afslátt með því að nota afsláttarkóðann BH en hvetjum þó alla til að nýta sér hóppöntunina núna til að fá merkta boli og peysur.
Komentarze