top of page
Search

Allar æfingar falla niður til 19.október

Tekin hefur verið ákvörðun um að allar æfingar hjá öllum aldurshópum Badmintonfélags Hafnarfjarðar niður til 19.október. Þetta er gert í ljósi tilmæla frá sóttvarnarlækni og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra vegna aukins fjölda Covid-19 smita á höfuðborgarsvæðinu.


Íþróttahúsið við Strandgötu verður lokað en starfsfólk mun nýta tímann í þrif og viðhald. Hægt er að hafa samband við framkvæmdastjóra í síma 8686361 eða í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com.


Hvetjum iðkendur til að sinna vel andlegri og líkamlegri heilsu t.d. með því að fara út að hlaupa eða ganga í a.m.k. 30 mínútur á dag. Þá er einnig tilvalið að rifja upp heimaæfingarnar okkar frá því í vor.


Badmintonæfingar:

Líka hægt að skoða ofangreindar æfingar á Youtuberás Badmintonfélags Hafnarfjarðar.

Aðrar góðar æfingar eða leikir:

Við eigum badmintonnet sem við keyrum gjarnan frítt heim til þeirra sem geta nýtt sér þau. Hafið endilega samband í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com ef þið viljið fá slíka heimsendingu. Þá bendum við einnig á vefverslun RSL þar sem hægt er kaupa spaða og kúlur í öllum verðflokkum og fá BH-ingar 20% afslátt með því að nota kóðann BH.

Farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað. Þetta tímabil gengur yfir.



Comments


riotinto.jpg
lottó.jpg
rsl.JPG
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg
bottom of page