Tekin hefur verið ákvörðun um að allar æfingar hjá öllum aldurshópum Badmintonfélags Hafnarfjarðar niður til 19.október. Þetta er gert í ljósi tilmæla frá sóttvarnarlækni og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra vegna aukins fjölda Covid-19 smita á höfuðborgarsvæðinu.
Íþróttahúsið við Strandgötu verður lokað en starfsfólk mun nýta tímann í þrif og viðhald. Hægt er að hafa samband við framkvæmdastjóra í síma 8686361 eða í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com.
Hvetjum iðkendur til að sinna vel andlegri og líkamlegri heilsu t.d. með því að fara út að hlaupa eða ganga í a.m.k. 30 mínútur á dag. Þá er einnig tilvalið að rifja upp heimaæfingarnar okkar frá því í vor.
Badmintonæfingar:
Æfa stutta bakhönd - best ef aðstoðarmaður kastar með undirhandarkasti
Gefa upp í glas eða bolla (sjá líka #coffeecupchallenge á Instagram) - má líka nota fötur eða önnur skotmörk
Slá á milli í stofunni - best að nota bakhandargrip og spila stutta bolta nema plássið sé þeim mun meira
Slá í vegg - þessi er erfið og mjög gott að ná 2-3 í röð en æfingin skapar meistarann
Taka upp kúluna með spaðanum - nauðsynlegt fyrir alla sem æfa badminton að kunna þetta
Þrautabraut - svipað og BH hreystibrautin í Strandgötunni
Stigaæfingar - BH-ingar þekkja stigaæfingar vel og tilvalið að gera þær líka í stofunni heima
Líka hægt að skoða ofangreindar æfingar á Youtuberás Badmintonfélags Hafnarfjarðar.
Aðrar góðar æfingar eða leikir:
Slönguspil - gaman að prenta út og spila með fjölskyldunni
Lazy monster - skemmtilegar þrekæfingar fyrir krakka
Litlu Ólympíuleikarnir - góð skemmtun fyrir fjölskyldur
Við eigum badmintonnet sem við keyrum gjarnan frítt heim til þeirra sem geta nýtt sér þau. Hafið endilega samband í gegnum netfangið bhbadminton@hotmail.com ef þið viljið fá slíka heimsendingu. Þá bendum við einnig á vefverslun RSL þar sem hægt er kaupa spaða og kúlur í öllum verðflokkum og fá BH-ingar 20% afslátt með því að nota kóðann BH.
Farið vel með ykkur og verið góð hvert við annað. Þetta tímabil gengur yfir.
Komentáře