top of page
Search

20 verðlaun til BH-inga um helgina

Um helgina fór Meistaramót TBR fram en keppt var í meistara, A og B flokkum fullorðina. Mótið er hluti af Hleðslubikar BSÍ og gefur stig á styrkleikalista sambandsins. BH-ingar stóðu sig frábærlega á mótinu, unnu 20 af 44 verðlaunum sem í boði voru. Þrír leikmenn BH náðu þeim góða árangri að sigra tvöfalt, systkinin Halla Stella og Kristian Óskar og mamma þeirra Irena Ásdís.


Verðlaunahafar BH:

 • Róbert Ingi Huldarsson, 2.sæti í einliðaleik í meistaraflokki

 • Gabríel Ingi Helgason, 2.sæti í tvenndar í meistaraflokki og 1.sæti í tvíliða í A-flokki

 • Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í meistaraflokki

 • Steinþór Emil Svavarsson, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvíliðaleik í A flokki

 • Kristian Óskar Sveinbjörnsson, 1.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í A-flokki

 • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 1.sæti í einliðaleik og 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

 • Irena Ásdís Óskarsdóttir, 1.sæti í tvíliða og tvenndarleik í A-flokki

 • Anna Lilja Sigurðardóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

 • Halla Stella Sveinbjörnsdóttir, 1.sæti í einliða og tvenndarleik í B-flokki

 • Emil Lorange Ákason, 2.sæti í tvíliða- og tvenndarleik í B-flokki

 • Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í tvíliðaleik í B-flokki

 • Sara Bergdís Albertsdóttir, 2.sæti í tvenndarleik í B-flokki og 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki

Til hamingju allir verðlaunahafar.


Hér á tournamentsoftware.com má finna nánari úrslit og hér á Facebook síðu TBR myndir frá mótinu.


Irena Ásdís, Kristian Óskar og Halla Stella sigruðu öll tvöfalt á Meistaramóti TBR um helgina.
Irena Ásdís, Kristian Óskar og Halla Stella sigruðu öll tvöfalt á Meistaramóti TBR um helgina.

Comments


bottom of page