top of page
Search

20 verðlaun á Meistaramóti Reykjavíkur

BH-ingar stóðu sig vel á Meistaramóti Reykjavíkur sem fram fór í TBR húsunum helgina 25.-26.mars. 32 BH-ingar tóku þátt í mótinu og spiluðu marga góða leiki. Einliðaleikurinn var spilaður í riðlum þar sem tveir komust áfram í útsláttarkeppni sem er alltaf skemmtilegt fyrirkomulag. Hreinn útsláttur var í tvíliða- og tvenndarleik. 20 verðlaun komu með heim í Hafnarfjörðinn.


Eftirfarandi BH-ingar unnu til verðlauna:


  • Gerda Voitechovskaja, 1.sæti í einliða og tvenndarleik í úrvalsdeild

  • Róbert Ingi Huldarsson, 2.sæti í einliða- og tvenndarleik í úrvalsdeild

  • Una Hrund Örvar, 2.sæti í tvenndarleik í úrvalsdeild

  • Natalía Ósk Óðinsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Rakel Rut Kristjánsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í úrvalsdeild

  • Katla Sól Arnarsdóttir, 1.sæti í einliðaleik í 1.deild

  • Guðmundur Adam Gígja, 1.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

  • Stefán Steinar Guðlaugsson, 1.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

  • Kristján Daníelsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 1.deild

  • Elín Helga Einarsdóttir, 1.sæti í tvíliða og tvenndarleik í 2.deild

  • Björn Ágúst Ólafsson, 1.sæti í tvenndarleik í 2.deild

  • Lena Rut Gígja, 1.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Þorleifur Fúsi Guðmundsson, 1.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Freyr Víkingur Einarsson, 1.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Kári Þórðarson, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Hrafn Örlygsson, 2.sæti í tvíliðaleik í 2.deild

  • Kristján Ásgeir Svavarsson, 2.sæti í einliðaleik í 2.deild

Nánari úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com og myndir hér á Facebook.


Þrír af fjórum verðlaunahöfum í tvenndarleik í Úrvalsdeild komu frá BH. 1.sæti Gerda, BH og Davíð Bjarni, TBR. 2.sæti Una og Róbert, BH.
Þrír af fjórum verðlaunahöfum í tvenndarleik í Úrvalsdeild komu frá BH. 1.sæti Gerda, BH og Davíð Bjarni, TBR. 2.sæti Una og Róbert, BH.

Comments


bottom of page