Tuttugu BH-ingar tóku þátt í Atlamóti ÍA á Akranesi helgina 15.-16.september. Keppt var í öllum greinum í fullorðinsflokkum og stóð okkar fólk sig með sóma. 12 verðlaun komu með heim í Hafnarfjörð og voru verðlaunahafar eftirfarandi:
Sólrún Anna Ingvarsdóttir, 2.sæti í einliða- og tvíliðaleik í meistaraflokki
Una Hrund Örvar, 2.sæti í tvíliðaleik í meistaraflokki
Elvar Már Sturlaugsson, 2.sæti í tvíliðaleik í A-flokki
Guðmundur Adam Gígja, 2.sæti í einliðaleik í B-flokki
Kristján Ásgeir Svavarsson, 2.sæti í tvíliðaleik í B-flokki
Stefán Steinar Guðlaugsson, 2.sæti í tvíliðaleik í B-flokki
Ingunn Gunnlaugsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í B-flokki
María Kristinsdóttir, 1.sæti í tvíliðaleik í B-flokki
Erla Rós Heiðarsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í B-flokki
Sólveig Ósk Jónsdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik í B-flokki
Sebastían Vignisson, 2.sæti í tvenndarleik í B-flokki
Nánari úrslit má finna á tournamentsoftware.com.
Comentarios