top of page
Search

Íslandsmót unglinga um helgina

Um helgina fer Íslandsmót unglinga fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. 41 BH-ingur er skráður til þátttöku.


Mótið hefst kl.9:00 á laugardaginn og mun keppni standa yfir til kl.18. Á sunnudag hefjast undanúrslit kl.9:00 og úrslit kl.12:30. Áætlað er að keppni ljúki um kl.16 og þá verður verðlaunaafhending í öllum flokkum. Þátttökuverðlaun í U11 flokknum verða veitt eftir riðlakeppnina á laugardaginn um kl.13:30.


Niðurröðun og tímasetningar einstakra leikja má finna á tournamentsoftware.com.


Gott er að mæta í hús eigi síðar en 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma og muna að allar tímasetningar eru áætlaðar, ef mikið er um langa leiki getur mótinu seinkað eitthvað.


Hvetjum alla til að spila í BH merktum fötum ef mögulegt er og vera dugleg að hvetja sína æfingafélaga. Brúsi og íþróttabuxur og peysa til að fara í milli leikja er staðalbúnaður og gott nesti mikilvægt.


Kristinn Ingi, Anna Lilja og Irena verða þjálfarar BH á mótinu. Ef upp koma veikindi eða önnur óvænt forföll er mikilvægt að láta vita strax á bhbadminton@hotmail.com eða í síma 868 6361.


Mótsgjöld eru 1.800 kr fyrir einliðaleik í U11, 2.000 kr fyrir einliðaleik í U13-U19 og 1.500 kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik í U11-U19. Vinsamlega leggið gjöldin inná reikning BH eigi síðar en mánudaginn 25.mars: 0545-26-5010, kt. 501001-3090.


Gangi ykkur vel og góða skemmtun. Áfram BH!


BH var valið prúðasta liðið á Íslandsmóti unglinga 2018

Comments


bottom of page