top of page
Search

Íslandsmót liða um helgina

Updated: Feb 26, 2021

Um helgina fer Deildakeppni BSÍ sem er Íslandsmót badmintonliða fram í TBR húsinu við Gnoðarvog. Keppt verður í þremur deildum, meistara, A og B deild. BH sendir fimm lið til keppni en aðeins 10 lið í heild taka þátt í keppninni í ár og hafa líklega sjaldan eða aldrei verið eins fá.


Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:


Föstudagur

18:00 – B. deild (umferð 1)


Laugardagur

10:00 – B. deild (umferð 2) og A. deild (umferð 1)

13:00 – B. deild (umferð 3)

16:00 – Meistaradeild (1 umferð) og A. deild (umferð 2)


Sunnudagur

10:00 – B.deild (umferð 4)

13:00 – B.deild (umferð 5) og A.deild (umferð 3)

Yfirlit yfir leiki og leikmenn liða má finna á tournamentsoftware.com.


Eftirfarandi reglur gilda um helgina:

  • Áhorfendur eru ekki leyfðir.

  • Aðeins leikmenn sem skráðir eru í lið er heimilt að vera á keppnisstað ásamt starfsfólki og þjálfurum. Þeir leikmenn sem eru á varamannalista er ekki heimilt að vera á keppnisstað nema þeir séu kallaðir inn í lið og tilheyra þá því liði.

  • Sæti verða fyrir leikmenn liða í stúkum og á bekkjum / stólum fyrir aftan hvern völl.

  • Grímuskylda er á alla þá sem ekki eru að keppa eða að hita upp.

  • Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila utan vallar er nú 1 metri.

  • Búningsklefar eru opnir en mælt er með því að keppendur fari í sturtu heima hjá sér.

  • Liðsstjórar þurfa að skila liðsuppstillingum amk 30 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma.

  • Munum eftir handþvotti og spritti.

Yfirdómari mótsins er Laufey Sigurðardóttir og mótsstjóri er Kristján Daníelsson.

Sóttvarnarfulltrúi BSÍ er Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir.


Mótsgjöld


Mótsgjaldið er 5000 KR á mann og skal leggja inná reikning BH: 0545-26-5010, kt. 501001-3090


Óskum keppendum góðs gengis. Áfram BH!


Hluti af keppendum BH sem tóku þátt í Deildakeppni BSÍ 2020.
Hluti af keppendum BH sem tóku þátt í Deildakeppni BSÍ 2020.

Comments


bottom of page