top of page
Search

Æfingar hefjast á ný 15.apríl

Gleði, gleði! Það má hefja æfingar á ný hjá öllum aldurshópum á morgun fimmtudaginn 15.apríl. Æfingataflan sem má finna hér verður nánast sú sama og fyrir hlé og hlökkum við mikið til að taka á móti öllum aftur í Strandgötu. Einnig er mótahald að hefjast á ný og má sjá upplýsingar um næstu mót hér.


Pössum okkur samt að gleyma okkur ekki í gleðinni þó allt sé farið af stað aftur, sleppum öllum knúsum og förum eftir reglunum:

 • Þvo og spritta hendur fyrir og eftir æfingar/spil.

 • Virða 2 metra regluna utan badmintonvalla.

 • Iðkendur fæddir 2004 og eldri nota grímur í anddyri, á göngum og í klefum þar sem þar er ekki hægt að tryggja 2 metra.

 • Öll snerting á milli leikmanna (eins og high five) er bönnuð.

 • Ef kúlan fer inn á völlinn við hliðina á þá má ekki sækja boltann inn á völlinn heldur þurfa leikmennirnir sem þar eru að ýta honum til baka með spaðanum.

 • Hver hópur þarf að nota þann klefa sem honum er úthlutað þann daginn. Starfsmenn veita upplýsingar um hvaða klefa hver hópur á að nota þann daginn.

 • Engir áhorfendur eru leyfðir í húsinu. Foreldrar sem keyra sín börn þurfa að bíða úti í bíl.

 • Badmintoniðkendur ganga inn um dyr sem snýr að sjónum en iðkendur í borðtennis og dansi um dyr sem snúa út að kirkjunni

 • Þjálfarar verða með grímur á öllum æfingum og passa vel uppá að merkja við á öllum æfingum til að auðvelda smitrakningu.

 • Mikilvægt að allir sem finna fyrir covid líkum einkennum eða hafi verið í návígi við einhverja sem hugsanlega eru smitaðir haldi sig heima.

 • Allir þurfa að taka með sér brúsa með vatni á æfingar - ekki mælt með að drekka úr krönunum vegna smithættu.

 • Þreksalur í kjallara er lokaður nema fyrir bókaða hóptíma.

 • Strengingarhornið er opið fyrir þau sem eru með réttindi til að nota það en þar má aðeins vera einn inni í einu og spritta þarf alla snertifleti fyrir og eftir notkun.

Sjá nánar um sóttvarnarreglur sem gilda fyrir badmintonfólk hér á badminton.is.
Comments


bottom of page