Framundan er Öskudagur og Vetrarfrí í öllum skólum í Hafnarfirði. Æfingar munu þó að mestu haldast óbreyttar enda koma iðkendur BH úr mörgum skólum á höfuðborgarsvæðinu.
Á Öskudag verða hefðbundnir æfingatímar en slegið á létta strengi í tilefni dagsins og kötturinn jafnvel sleginn úr tunnunni. Iðkendur eru hvattir til að mæta í óhefðbundnum búningum á æfingar.
Það verða hefðbundnir æfingartímar á fimmtudag 23.febrúar og föstudag 24.febrúar þrátt fyrir Vetrarfrí en auk þess verður boðið uppá opinn tíma á fimmtudags- og föstudagsmorgun kl.10-12. Hvetjum fjölskyldur sem ætla að vera heima í Vetrarfríinu til að nýta sér það í góða samverustund.
Á sunnudaginn 26.febrúar falla allar æfingar niður vegna borðtennismóts og vonum við að sem flestir geti nýtt sér opnu tímana á fimmtudag og/eða föstudag í staðinn.

Comments