top of page
Search

Æfingahlé vegna hertra takmarkanna

Stjórnvöld hafa gripið til hertra sóttvarnaraðgerða vegna hópsýkinga og fjölgunar á Covid-19 smitum í samfélaginu. Fjöldatakmarkanir eru nú komnar niður í 10 manns og íþróttir barna og fullorðinna óheimilar. Vegna þessa þurfum við að taka æfingahlé hjá okkur í Badmintonfélagi Hafnarfjarðar til 15.apríl eða þar til annað verður tilkynnt.


Sem betur fer er stór partur af þessu hléi hvort eð er í páskafríinu og því skerðist önnin ekki mjög mikið ef hægt verður að hefja starfið af fullum krafti aftur 16.apríl. Reiknum með að lengja tímabilið um tvær vikur til að bæta þetta upp.


Þrátt fyrir að hlé verði gert á formlegum æfingum hvetjum við alla BH-inga til að vera duglega að sinna andlegri og líkamlegri heilsu. Mælum með því að fara út að ganga, hjóla eða skokka daglega og tilvalið að nota Strava til að fylgjast með vegalengdum og tíma.Комментарии


bottom of page