top of page
Search

Æfingabúðir á Sigló

Í dymbilvikunni tóku 12 BH-ingar þátt í Badmintonbúðum TBS og Gerdu 2023, æfingabúðir í badminton fyrir iðkendur í 4.-10.bekk. BH skipulagði rútuferð fyrir þau sem vildu fara en allur kostnaður var greiddur af iðkendum og/eða foreldrum þeirra.

Boðið var uppá sex badmintonæfingar á þeim fjórum dögum sem búðirnar stóðu yfir. Frábærar æfingar hjá Gerdu sem voru vel skipulagðar og skemmtilegar. 27 leikmenn frá 5 félögum tóku þátt og höfðu gaman saman. Milli æfinga var ýmislegt við að vera í félagsmiðstöðinni sem gist var í auk þess sem farið var í sund, bingó og ýmsar keppnir. Þátttakendur fengu virkilega vel útilátinn og góðan morgunmat í bakaríinu og hádegis- og kvöldmat á veitingahúsinu Torginu.


Þökkum Tennis og badmintonfélagi Siglufjarðar fyrir frábært framtak og að taka svona vel á móti hópnum.


Myndir frá æfingabúðunum má finna hér á Facebook. 🫶

Glæsilegur hópur þátttakenda í Badmintonbúðum Gerdu og TBS með páskaeggin sem allir fengu áður en haldið var heim á leið.

Comentários


bottom of page