Um helgina fór Íslandsmót öldunga fram í Íþróttahúsinu við Strandgötu. BSÍ hélt mótið í samvinnu við BH. Spilað var á keppnismottum félagsins, boðið uppá lifandi úrslit og streymi á Youtube. Ætlunin var að vera með uppskeruhátíð með kvöldverð og hljómsveit að keppni lokinni á laugardag en því miður varð að fresta því vegna samkomutakmarkanna. Um 60 leikmenn skráðu sig til keppni en töluvert var um forföll dagana fyrir mót vegna meiðsla og enduðu aðeins um tæplega 50 manns á því að keppa.
Sex BH-ingar unnu til átta verðlauna á mótinu:
Kjartan Ágúst Valsson, 1.sæti í tvíliðaleik karla 35-44 ára A, 2.sæti í einliðaleik 35-44 ára A og 2.sæti í tvenndarleik 35-39 ára A
Anna Lilja Sigurðardóttir, 2.sæti í tvenndarleik 35-39 ára A
Kristján Daníelsson, 2.sæti í tvíliðaleik karla 45-54 ára A
Orri Örn Árnason, 1.sæti í einliðaleik 45-55 ára og eldri A
Valgeir Magnússon, 2.sæti í einliðaleik 45-55 ára og eldri A
Sigríður Theódóra Eiríksdóttir, 2.sæti í tvíliðaleik kvenna 35-49 ára B
Öll úrslit má finna hér á tournamentsoftware.com.
Íslandsmót öldunga var haldið síðast fyrir rúmum 20 árum síðan en stefnt að því að það verði árlegt hér eftir. Því fögnum við BH-ingar og vonumst til að mótið verði enn fjölmennara á árinu 2022.
Til hamingju verðlaunahafar og takk allir fyrir komuna í Strandgötu um helgina.
Comments