Um helgina fór Meistaramót Íslands, Íslandsmótið í badminton í fullorðinsflokkum, fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. Rúmlega níutíu leikmenn voru skráðir til keppni, þar af 30 BH-ingar. Okkar fólk stóð sig frábærlega, margir góðir leikir, mikil barátta og góður liðsandi. Átta Íslandsmeistaratitlar komu með heim í Hafnarfjörðinn þetta árið og fimm silfurverðlaun.
Í meistaraflokki náði Róbert Ingi Huldarsson bestum árangri BH-ingana en hann vann silfurverðlaun í einliðaleik karla. Þetta er annað árið í röð sem Róbert Ingi kemst í úrslit á Meistaramóti Íslands og hefur heldur betur stimplað sig inn í flokk allra bestu badmintonspilara landsins.
Natalía Ósk Óðinsdóttir var sigursælust BH-inga í A flokknum. Sigraði tvöfalt, einliðaleik kvenna og tvíliðaleik með Önnu Lilju Sigurðardóttur. Gabríel Ingi Helgason sigraði einliðaleik karla í A flokki. Elín Ósk Traustadóttir var í öðru sæti í einliðaleik kvenna í A flokknum.
Halla Stella Sveinbjörnsdóttir sigraði tvöfalt í B flokknum, bæði í einliðaleik og tvenndarleik ásamt Mána Berg Ellertssyni úr ÍA. Sara Bergdís Albertsdóttir og Lilja Berglind Harðardóttir sigruðu í tvíliðaleik kvenna í B flokk en í öðru sæti voru þær Erla Rós Heiðarsdóttir og Sigríður Theódóra Eiríksdóttir. Erla Rós var einnig í öðru sæti í tvenndarleik ásamt Agli Magnússyni úr Aftureldingu.
Nánari úrslit á Meistaramóti Íslands 2021 má finna hér á tournamentsoftware.com. Myndir frá verðlaunaafhendingu og keppni má finna hér á Facebook.
Til hamingju með frábæran árangur BH-ingar!
Þökkum Badmintonsambandi Íslands og TBR fyrir vel skipulagt mót og flotta umgjörð.
Comments