Tennis

Í vetur býður Tennisdeild BH uppá mini tennis fjör fyrir nemendur í 1.-4.bekk í Hraunvallaskóla og Víðistaðaskóla. Á námskeiðinu munu krakkarnir spila mini tennis með mjúkum tennisboltum og litlum netum á mini tennis völlum í íþróttahúsum skólanna. Einnig verður farið í tennisleiki og undirstöðuatriðin í tennis kennd. Yfirþjálfari námskeiðsins er Andri Jónsson tennisþjálfari hjá Tennisdeild BH. Námskeiðið hefst 14.janúar og  stendur til 7.maí. Námskeiðið kostar 14.900 kr. og hægt er að nota niðurgreiðslu frá Hafnarfjarðarbæ til þess að greiða námskeiðið. Innifalið í námskeiðsgjaldinu er einnig Babolat tennisspaði fyrir þá sem eru að skrá sig í fyrsta skiptið.

 

Æfingar fyrir aðra aldurshópa eru í Tennishöllinni í Kópavogi. 

 

Fleiri upplýsingar er hægt að fá hjá Andra í síma 866-4578 eða á netfangið andri@tennishollin.is.

riotinto.jpg
lottó.jpg
willianoghalls.png
Íþróttasamband Íslands
hfj.png
íbh.jpg