top of page
Search

Von á fjölmenni í Strandgötu um helgina

Um helgina fara tvö barna- og unglingamót fram hjá okkur í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Í heild eru um 220 keppendur skráðir frá átta félögum sem er rétt tæplega 30% fleiri en í fyrra. Mótin heita Snillingamót BH sem er fyrir U9 og U11 aldursflokkana og Bikarmót BH sem er fyrir leikmenn í U13-U19 flokkunum. Keppt er í einliðaleik á báðum mótum, yngstu flokkarnir tveir spila á hálfum velli en eldri flokkarnir á heilum.


Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:


Föstudagur 10.maí

kl.17:00-22:00 - U15-U19 strákar


Laugardagur 11.maí

kl.09:00-11:00 - U9 Snillingamót á hálfum velli - mæting 8:45

kl.11:10-17:00 - U13 stelpur

kl.14:00-19:30 - U15-U17 stelpur


Sunnudagur 12.maí

kl.09:00-11:00 - U11 Snillingamót á hálfum velli - mæting 8:45

kl.11:00-18:00 - U13 strákar


Leikir á Snillingamótinu eru ekki tímasettir á vef heldur mæta allir keppendur kl.8:45 og ljúka keppni eigi síðar en 11:00. Að keppni lokinni fá allir þátttakendur glaðning til að leika með úti í sumar.


Niðuröðun og tímasetningar einstakra leikja á Bikarmótinu má finna á tournamentsoftware.com. Með því að ýta á nafn keppenda sjást allir leikir viðkomandi á mótinu. Ekki er spilað uppúr riðlunum því þeir eru geturaðaðir og fær sigurvegari í hverjum riðli bikar. Allir keppendur fá þátttökuverðlaun.


Athugið að niðurröðun er alltaf birt með fyrirvara um breytingar t.d. vegna forfalla. Tímasetningar eru til viðmiðunar, reynt verður að keyra mótið eins hratt og hægt er en ef margir leikir fara í oddalotu gæti dagskrá tafist. Gott er að mæta eigi síðar en 30 mín fyrir áætlaðan leiktíma í hús og fara ekki langt fyrr en keppni er lokið.


Keppendur þurfa að skiptast á að telja og er kastað uppá hver telur næsta leik á vellinum. Oft er stutt á milli leikja og eru þá foreldrar og systkini hvött til að aðstoða.


Hlökkum til að sjá ykkur sem flest í Strandgötu um helgina. Athugið að vegna keppni helgarinnar falla allar æfingar niður eftir kl.16 á föstudaginn og allan sunnudaginn.
Comments


bottom of page